mánudagur, maí 23, 2005

Ég á afmæli í dag

Vei.. Til hamingju ég.
Svo vil ég benda fólki á að ég hef flutt bloggið mitt yfir í blog.central
Hér hafiði það
þá verður maður bara að fara að taka sig á í blogginu. Sjáumst þar.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Hver er ég

Jæja eftir langa bið er hér smá getraun um sjálfan mig.
Hversu vel þekkirðu kallin?

Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
Hér er staðan

föstudagur, apríl 15, 2005

jamm og jæja

Það er kannski kominn tími til að blogga eitthvað?
Nú þegar maður hefur verið settur á skammar listan hjá sumum.

Við erum hætt að sýna í Hafnarfyrðinum eða allavega í bili, verðum mjög líklega að sýna á Björtum dögum í Hafnarfyrði og svo vonandi á Leiklistarhátíð á Akureyri, svo er aldrei að vita hvort við skellum okkur ekki bara til eyja eða einhvert annað á flakk.

Nú er kallinn barasta á trúðanámskeiði og það er bara helvíti gaman, búinn að læra að gera trúða nef og svo á sunnudaginn förum við eithvað að fíflast.

Sá tvær leiksýningar í síðustu viku.
Riðið inn í sólarlagið í Borgarleikhúsinu og Patataz hjá Hugleik
Ég skemmti mér bara þokkalega á Riðið og hló mikið, ég meina þarna eru Denni, Alexía og Margrét vinir mínir og þau gera þetta bara helvíti vel, svo skemmir auðvitað ekki að hafa Odd Bjarna við stjórvölinn. 3 stjörnur
Hinns vegar fannst mér Patataz ekkert svo merkilegt, leikurinn var góður en handritið fannst mér ekki vera neitt svakalegt og oft fannst mér leikstjórnin vera eithvað skrítin.
1 og 1/2 stjarna.

laugardagur, mars 26, 2005

Leikhús í kvöld

Jæja þá er páskafríið komið langt á veg, og páskadagur á morgun vei. síðasta sýning á Dýrgaðarðssögunni verður í kveld kl 21:00 og það er um að gera að drífa sig.

Minn fór á fyllirí eftir sýningu sýðasta miðvikudag, helvíti gaman bara. Fór með Óla Ara og Gústa og hitti fullt af liði nyðri í bæ, en fór einn heim eins og vanalega.

Ég horfði á nýasta þáttinn hanns HeMMMMMMa Gunn í gær og hann kom mér bara skemmtilega á óvart, ég meina hann var dáldið hallærislegur en samt gat maður skemmt sér ágætlega yfir þessari vitleisu.

En já allir í leikhús í kvöld.........

þriðjudagur, mars 22, 2005

Til hamingju

Ég vil óska Lilju Nótt og Stebba til hamingju með að vera komin inn í Listaháskóla Íslands.
Bravó

Páskafrí

Þá er maður kominn á páskafrí, jibbí jei, en ég mun eyða því í borgini þetta árið, en ég hef alltaf verið í eyjum yfir páska, eða svo gott sem. Ég mun sem sagt ekki lesa píslasöguna og passíusálma með félögum mínum úr L.V í Landakirkju þetta árið, en það hefur verið fastur liður síðustu 4 eða 5 ár, ekki það að ég sé mjög trúaður heldur er þetta eitthvað sem maður hefur gert fyrir félagið.
Nú mun maður bara liggja upp í sófa með góða bók, eða glápa á imbann.

Síðustu sýningar

Síðustu sýningar á Dýragarðssöguni verða á morgun miðvikudag og laugardag kl 21:00.
Aðsókn hefur verið lítil en fólk er almennt ánægt með sýninguna.
Vonandi sé ég sem flesta í leikhúsinu við lækinn.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Önnur sýning

Í gær var önnur sýning á hinu frábæra verki Dýragarðssöguni, og það voru ekkert allt of margir áhorfendur ca 6-8, en það sem ég ætlaði að segja ykkur frá er eitthvað sem aldrei hefur komið fyrir mig. Þegar 5 mínutur voru liðnar af verkinu fata ég að ég sé með eithvað í vasanum sem átti ekki að vera þar, nefnilega GSM síminn minn. Ég fór auðvitað í kerfi því að ég er inni á sviði allann tímann og hef engan tíma til að losa mig við SÍMA og ég vissi að það var kveikt á símanum, sem betur fer á ég fáa vini sem hringja í mig. Einhvern veginn tókst mér í miðri ræðu að fara í vasan og slökkva á símanum og halda áfram, hjúkk.....eða hvað.
þegar leikritið var alveg að klárast tókst símanum að hoppa upp úr vasanu mínum, ég brást hratt við og sparkaði honum í burtu en auðvitað tóku allir eftir þessu, en það besta er að allir héltu að það hefði verið Gunni sem hefði átt símann.

En sýningin gekk að öðru leiti mjög vel, jafnvel betur en á frumsýningu.

Þriðja sýning á Föstudag kl 21:00.

mánudagur, mars 14, 2005

Frumsýning

Jæja þá er búið að frumsýna og það tókst bara vel upp (held ég). Hildur segir hér frá sinni upplifun. Hörður hefur líka eitthvað um sýninguna að segja.
Svo var auðvitað drukkið framm á nótt, og legið í þynnku daginn eftir, drukkið mikið coke og glápt á sjónvarpið. Gaman gaman. Næsta sýning á miðvikudag kl 21:00.